Skýrsla þessi er unnin að beiðni Forsætisráðuneytisins og byggir á gögnum sem aflað var um viðhorf kosningabærra Íslendinga til málefna sem varða stjórnarskrána og framtíð lýðræðis á Íslandi með þeim markmiðum að:

  • Draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar
  • Kanna viðhorf íslensku þjóðarinnar til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins
  • Kortleggja sýn almennings á viðfangsefni stjórnarskrárinnar eins og þau eru útlistuð í minnisblaði forsætisráðherra um fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrár
Unnið fyrir Forsætisráðuneytið
Markmið Að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, kanna viðhorf hennar til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á viðfangsefni stjórnarskrárinnar eins og þau eru útlistuð í minnisblaði forsætisráðherra um fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrár.
Gagnaöflun Milli 1. júlí og 12. september 2019
Framkvæmd Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
fel.hi.is
Undirbúningur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Hafsteinn Einarsson
Gagnaöflun og úrvinnsla Hafsteinn Einarsson og Stefán Þór Gunnarsson
Skýrslugerð Helgi Guðmundsson og Stefán Þór Gunnarsson

Framkvæmd og heimtur

Í könnuninni var notast við blandaða úrtaksaðferð, þar sem 1500 manna slembiúrtak fólks 18 ára og eldra með íslenskan ríkisborgararétt var dregið úr þjóðskrá auk þess sem 3066 manna úrtak 18 ára og eldri var dregið úr netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Netpanell Félagsvísindastofnunar samanstendur af fólki 18 ára og eldra á landinu öllu sem hefur samþykkt að taka þátt í netkönnunum á vegum stofnunarinnar. Netpanellinn byggist á tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Söfnun í netpanel á sér stað jafnt og þétt og fylgst er vel með samsetningu hans. Meðal annars er þess gætt að dreifing kyns, aldurs og búsetu sé sem líkust því sem hún er meðal allra landsmanna, 18 ára og eldri. Með því að tryggja gæði netpanelsins með framangreindum hætti er möguleiki á að alhæfa um niðurstöður rannsókna sem byggjast á svörum úr honum.

Tafla 1.    Framkvæmd könnunarinnar
Úrtak úr þjóðskrá Úrtak úr Netpanel Alls
Framkvæmdamáti Síma- eða netkönnun Netkönnun
Gagnaöflun 01.07 - 09.09 2019 04.07 - 12.09 2019 01.07 - 12.09 2019
Fjöldi í úrtaki 1.500 3.066 4.566
Fjöldi svarenda 624 1.541 2.165
Brottfall 18 0 18
Náðist ekki í 385 66 451
Neitar að svara 239 0 239
Svarhlutfall - brúttó 42% 50% 47%
Svarhlutfall - nettó 42% 50% 48%

Í töflu 2 má sjá dreifingu meðal svarenda og í þýði eftir kyni, aldri, búsetu og menntun. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun til þess að niðurstöður gæfu sem réttasta mynd af þýðinu, þ.e. allir kosningabærir íslenskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Marktækur munur mældist á aldursdreifingu meðal svarenda og í þýði. Sömuleiðis mældist marktækur munur á dreifingu menntunar hjá þátttakendum og dreifingu menntunar í þýði.

Tafla 2.    Samanburður á dreifingu eftir kyni, aldri og búsetu svarenda og þýði
Fjöldi svarenda Fjöldi í þýði Hlutfall svarenda Hlutfall í þýði
Kyn
Karlar 1.144 144.114 52,8% 51,3%
Konur 1.021 136.689 47,2% 48,7%
Aldur ***
18-25 ára 181 40.718 8,4% 14,5%
26-35 ára 263 56.416 12,1% 20,1%
36-45 ára 344 49.059 15,9% 17,5%
46-55 ára 439 44.818 20,3% 16,0%
56-65 ára 445 41.328 20,6% 14,7%
66 ára og eldri 493 48.464 22,8% 17,3%
Búseta
Höfuðborgarsvæðið 1.364 230.360 63,3% 63,9%
Utan höfuðborgarsvæðis 792 130.030 36,7% 36,1%
Menntun ***
Grunnskólamenntun 275 74.800 13,6% 31,0%
Framhaldsskólamenntun 806 85.700 39,9% 35,5%
Háskólamenntun 939 81.000 46,5% 33,5%
Marktækur munur er á hópum: p < 0,05, p < 0,01, p < 0,001

Svör í könnuninni voru greind með þeirri tölfræði sem er viðeigandi fyrir hverja og eina spurningu. Niðurstöður eru birtar í myndum sem sýna dreifingu hlutfalla. Að auki eru birtar myndir þar sem bornar eru saman dreifingar eftir bakgrunnsþáttum eins og kyni, aldri búsetu og menntun. Aldri er þar skipt upp í þrjá flokka. Búsetu er skipt eftir því hvort fólk bjó á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess og menntun er skipt í þrjá flokka, grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun.

Á myndum eru aðeins birt svör þeirra sem tóku afstöðu til hverrar spurningar fyrir sig. Af þeim sökum er mismunandi fjöldi svara á bak við hverja mynd.

Marktektarprófið kí-kvaðrat er notað til að meta hvort tölfræðilega marktækur munur er á hlutföllum mismunandi hópa. Ef tölfræðileg marktekt kemur fram er það gefið til kynna með stjörnumerkjum. Ein stjarna þýðir að innan við 5% líkur séu á því að munur sem sést í hópi svarenda sé kominn til af tilviljun (p < 0,05). Tvær stjörnur þýða að munurinn sé marktækur miðað við 99% öryggi (p < 0,01) og þrjár stjörnur þýða að fullyrða megi með 99,9% vissu að munurinn sé til staðar í þýði (p < 0,001). Í þeim tilfellum þar sem forsendur marktektarprófs eru brotnar og kí-kvaðrat prófið því ógilt er það táknað með óg.

Tafla 3. Spurningalisti

Viðhorf til endurskoðunar stjórnarskrár
Þegar á heildina er litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með núgildandi stjórnarskrá Íslands?
Hver af eftirfarandi lýsingum á best við um þig?
Hversu mikla eða litla þörf telur þú á því að ákvæði um eftirfarandi efnisatriði í stjórnarskrá verði endurskoðuð? - Dómstólar
Hversu mikla eða litla þörf telur þú á því að ákvæði um eftirfarandi efnisatriði í stjórnarskrá verði endurskoðuð? - Mannréttindi
Hversu mikla eða litla þörf telur þú á því að ákvæði um eftirfarandi efnisatriði í stjórnarskrá verði endurskoðuð? - Kjördæmaskipan og atkvæðavægi
Hversu mikla eða litla þörf telur þú á því að ákvæði um eftirfarandi efnisatriði í stjórnarskrá verði endurskoðuð? - Hlutverk ríkisstjórnar og ráðherra
Hversu mikla eða litla þörf telur þú á því að ákvæði um eftirfarandi efnisatriði í stjórnarskrá verði endurskoðuð? - Breytingar á stjórnarskrá
Hversu mikla eða litla þörf telur þú á því að ákvæði um eftirfarandi efnisatriði í stjórnarskrá verði endurskoðuð? - Alþjóðasamstarf
Hversu mikla eða litla þörf telur þú á því að ákvæði um eftirfarandi efnisatriði í stjórnarskrá verði endurskoðuð? - Hlutverk forseta lýðveldisins
Hversu mikilvægt telur þú að stjórnarskrá fjalli um eftirfarandi atriði, sem ekki eru ákvæði um í núverandi stjórnarskrá? - Náttúruauðlindir
Hversu mikilvægt telur þú að stjórnarskrá fjalli um eftirfarandi atriði, sem ekki eru ákvæði um í núverandi stjórnarskrá? - Umhverfismál
Hversu mikilvægt telur þú að stjórnarskrá fjalli um eftirfarandi atriði, sem ekki eru ákvæði um í núverandi stjórnarskrá? - Lýðræðislegt frumkvæði almennings
Hversu mikilvægt telur þú að stjórnarskrá fjalli um eftirfarandi atriði, sem ekki eru ákvæði um í núverandi stjórnarskrá? - Íslensk tunga
Kafli stjórnarskrárinnar um forseta lýðveldisins og meðferð framkvæmdavalds
Telur þú áfram eigi að styðjast við einfalda meirihlutakosningu í forsetakosningum á Íslandi, þar sem sá er kjörinn sem hlýtur flest atkvæði, jafnvel þó hann/hún hafi ekki meirihluta atkvæða, eða telur þú að taka eigi upp annað kosningakerfi en nú er notað?
Gefum okkur að ákveðið hafi verið að breyta kosningakerfi í forsetakosningum á Íslandi. Hvert af eftirfarandi kosningakerfum telur þú vera best?
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) takmörkunum á hversu lengi forseti geti setið í embætti?
Gefum okkur að ákveðið hafi verið að takmarka hversu mörg kjörtímabil forseti megi sitja í embætti. Hversu mörg kjörtímabil telur þú að forseti eigi að hámarki að geta setið?
Forseti Íslands hefur í dag fyrst og fremst formlegt hlutverk, en þó getur forseti í ákveðnum tilfellum haft mikil áhrif á stjórnmálin, t.d. með því að synja lögum staðfestingar. Telur þú að embætti forseta Íslands ætti að vera svipað embætti og í núgildandi stjórnskipan, valdameira en nú er, eða valdaminna en nú er?
Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þarf forsetaframbjóðandi að vera að minnsta kosti 35 ára. Telur þú að halda eigi núverandi aldursviðmiði, að fella eigi niður aldursviðmið þannig að allir sem hafa kosningarétt (18 ára) geti boðið sig fram, eða telur þú að notast eigi við annað aldursviðmið?
Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá hefur Alþingi vald til að ákæra ráðherra fyrir embættisbrot. Landsdómur er sérstakur dómstóll sem fjallar um og dæmir í slíkum málum. Telur þú að halda eigi núverandi fyrirkomulagi eða að taka eigi upp annað fyrirkomulag?
Ímyndum okkur að ákveðið hafi verið að breyta fyrirkomulagi varðandi málsmeðferð um embættisbrot ráðherra. Hvert telur þú að fyrirkomulagið eigi að vera?
Breytingar á stjórnarskrá
Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þarf meirihluti Alþingismanna að samþykkja breytingar á stjórnarskrá tvisvar á Alþingi og þingkosningar að fara fram í millitíðinni. Ýmsar aðrar leiðir gætu verið færar þegar kemur að því að breyta stjórnarskrá, t.d. sú að halda þjóðaratkvæðagreiðslur eða að krefjast aukins meirihluta á þingi. Hver er þín skoðun?
Hver eftirfarandi kosta lýsir þínu viðhorfi best?
Þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðaratkvæðagreiðslur séu haldnar oftar en nú er gert?
Telur þú að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna eigi að vera ráðgefandi, alltaf að vera bindandi eða bindandi en aðeins ef kosningaþátttaka er nægilega mikil?
Ímyndum okkur að almennir kjósendur geti vísað lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu með því að safna undirskriftum. Hversu hátt hlutfall kosningarbærra manna telur þú að eigi að lágmarki að þurfa að skrifa undir til að skylt sé að haldaþjóðaratkvæðagreiðslu? Athugaðu að fjöldatölur miðast við kjörskrá í síðustu Alþingiskosningum.
Telur þú að forseti Íslands eigi áfram að hafa heimild til að vísa nýsamþykktum lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu eða telur þú að aðeins eigi að styðjast við undirskriftasafnanir?
Til eru margar leiðir sem hægt er að fara til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda lagasetningu og önnur málefni. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú eftirfarandi tillögum um hvernig eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu? - Ákveðinn fjöldi eða hlutfall almennra kjósenda á að geta vísað málum til þjóðaratkvæðagreiðslu með því að safna undirskriftum
Til eru margar leiðir sem hægt er að fara til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda lagasetningu og önnur málefni. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú eftirfarandi tillögum um hvernig eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu? - Ákveðinn fjöldi eða hlutfall Alþingismanna sem eru í minnihluta á þingi (t.d. þingmenn sem eru í stjórnarandstöðu) á að geta vísað málum til þjóðaratkvæðagreiðslu
Til eru margar leiðir sem hægt er að fara til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda lagasetningu og önnur málefni. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú eftirfarandi tillögum um hvernig eigi að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu? - Forseti Íslands á að hafa heimild til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu
Sumir telja að engar takmarkanir eigi að vera á því um hvaða mál er kosið í þjóðaratkvæðagreiðslum en aðrir telja að ákveðnir málaflokkar þurfi að vera undanskildir. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eftirfarandi málaflokka? - Fjárlög
Sumir telja að engar takmarkanir eigi að vera á því um hvaða mál er kosið í þjóðaratkvæðagreiðslum en aðrir telja að ákveðnir málaflokkar þurfi að vera undanskildir. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eftirfarandi málaflokka? - Skatta
Sumir telja að engar takmarkanir eigi að vera á því um hvaða mál er kosið í þjóðaratkvæðagreiðslum en aðrir telja að ákveðnir málaflokkar þurfi að vera undanskildir. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eftirfarandi málaflokka? - Lög sem eru sett í samræmi við alþjóðasamninga
Sumir telja að engar takmarkanir eigi að vera á því um hvaða mál er kosið í þjóðaratkvæðagreiðslum en aðrir telja að ákveðnir málaflokkar þurfi að vera undanskildir. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eftirfarandi málaflokka? - Aðild að nýjum alþjóðasamningum
Sumir telja að engar takmarkanir eigi að vera á því um hvaða mál er kosið í þjóðaratkvæðagreiðslum en aðrir telja að ákveðnir málaflokkar þurfi að vera undanskildir. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eftirfarandi málaflokka? - Þingsályktanir
Sumir telja að engar takmarkanir eigi að vera á því um hvaða mál er kosið í þjóðaratkvæðagreiðslum en aðrir telja að ákveðnir málaflokkar þurfi að vera undanskildir. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eftirfarandi málaflokka? - Mannréttindamál
Þjóðarfrumkvæði
Þjóðarfrumkvæði felur í sér að almenningur getur fengið tiltekið mál tekið til umfjöllunar á Alþingi með því að safna nægilega mörgum undirskriftum því til stuðnings. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að í stjórnarskrá sé ákvæði sem gerir þjóðarfrumkvæði mögulegt á Íslandi?
Ef ákvæði um þjóðarfrumkvæði væri bætt við stjórnarskrá þyrfti að setja reglur um hversu margar undirskriftir þyrftu til að Alþingi væri skylt að taka þingmál til meðferðar. Hversu hátt hlutfall kosningabærra manna telur þú að eigi að lágmarki að þurfa að skrifa undir til að Alþingi sé skylt að fjalla um málið? Athugaðu að fjöldatölur miðast við kjörskrá í síðustu Alþingiskosningum.
Kjördæmaskipan og atkvæðavægi
Þegar kosið er til Alþingis er landsmönnum skipt í sex kjördæmi eftir því hvar þeir búa. Í hverju kjördæmi eru á bilinu 8-13 þingmenn. Hægt er að skipta kjördæmum með öðrum hætti, til dæmis með því að fjölga eða fækka þingmönnum í hverju kjördæmi, eða með því að fjölga eða fækka kjördæmunum sjálfum. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með núverandi kjördæmaskiptingu?
Hvaða kjördæmaskiptingu telur þú að ætti að hafa á Íslandi? Telur þú að halda eigi óbreyttu fyrirkomulagi með sex kjördæmum, að taka eigi upp færri kjördæmi sem næðu yfir meira landsvæði, að taka eigi upp fleiri kjördæmi sem ná yfir minna landsvæði, eða telur þú að landið eigi að vera eitt kjördæmi?
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú eftirfarandi tillögum? - Að taka upp persónukjör í auknum mæli
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú eftirfarandi tillögum? - Að öll atkvæði á landinu vegi jafnt
Alþjóðasamstarf
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland taki þátt í alþjóðlegu samstarfi?
Hvor eftirfarandi staðhæfinga kemst nær því að lýsa viðhorfi þínu til þess hvort það eigi að taka upp nýtt ákvæði um alþjóðasamstarf í stjórnarskrá?
Umræðufundur
Félagsvísindastofnun er að skipuleggja íbúafund í samstarfi við forsætisráðuneytið. Fundurinn er liður í endurskoðun á stjórnarskránni og mun fara fram 9.-10. nóvember á þessu ári. Á fundinum munu þátttakendur ræða saman í hópum undir leiðsögn umræðustjóra. Umræðurnar munu byggja á þeim spurningum sem þú hefur svarað í þessari könnun og fjallað verður um efni á borð við þjóðaratkvæðagreiðslur, hlutverk forseta og stjórnarskrána almennt. Tryggt verður að allir fái að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Má bjóða þér að taka þátt í þessum umræðufundi?
Bakgrunnur
Hvert er hæsta stig menntunar sem þú hefur lokið?
Hver er staða þín á vinnumarkaði?
Hvert af eftirfarandi á við um fæðingarlönd foreldra þinna?
Hverjar eru heildartekjur þínar að jafnaði á mánuði fyrir skatt?
Hverjar eru heildartekjur heimilis þíns, það er þínar og maka þíns, að jafnaði á mánuði fyrir skatt?
Kaust þú í síðustu Alþingiskosningum, sem fóru fram í október 2017?
Hvaða flokk eða lista kaust þú í síðustu Alþingiskosningunum, sem haldnar voru árið 2017?
Hefur þú tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi (til dæmis vegna kosninga um Icesave eða tillögur stjórnlagaráðs)?
Í stjórnmálum tala menn stundum um hægri og vinstri. Hvar myndirðu staðsetja sjálfa(n) þig á kvarða frá 0 til 10, þar sem 0 er til vinstri og 10 er til hægri?
Telur þú þig hafa mjög mikinn áhuga á stjórnmálum, mikinn áhuga, nokkurn áhuga, lítinn áhuga, eða hefur þú engan áhuga á stjórnmálum?
Í framhaldi af þessari viðhorfakönnun og áður en af rökræðufundi verður, munu fara fram frekari umræður um stjórnarskrárbreytingar á vefnum betraisland.is. Hefur þú áhuga á að fá tilkynningu í tölvupósti þegar vefurinn verður opnaður?
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri varðandi könnunina sem heild eða tilteknar spurningar?

Framsetning niðurstaðna

Í niðurstöðukafla eru myndrit fyrir spurningar birtar í flipum (sjá mynd 1). Á skýringarmyndinni má sjá að tvær spurningar eru hópaðar saman. Sé smellt á „Þekking á stjórnarskrá“ er birt spurning þar sem svarendur lögðu mat á þekkingu sína á stjórnarskránni. Fyrir neðan þverstrik má sjá fleiri flipa. Fyrsti flipi sýnir alltaf dreifingu hlutfalla, en næstu flipar sýna niðurstöður brotnar upp eftir bakgrunnsþætti. Fyrir þessa tilteknu spurningu eru sex greiningar: kyn, aldur, búseta, menntun, þekking á stjórnarskrá og stjórnmálaskoðun. Sé smellt á flipann „Greint eftir kyni“ má sjá að marktækur munur er á dreifingu spurningar hjá körlum og konum.

Mynd 1. Dæmi um tvær myndir með niðurstöðum fyrir spurningu

Bakgrunnsupplýsingar

Kyn, aldur, búseta og menntun

Kyn

Mynd 2. Kyn

Aldur

Mynd 3. Aldur

Búseta